Innlent

K-listi og D-listi áfram saman

Sjálfstæðisflokkurinn og K-listinn í Sandgerði undirrituðu samning um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn á miðvikudag. Sigurður Valur Ásbjarnarson, efsti maður Sjálfstæðisflokks mun áfram gegna starfi bæjarstjóra og Óskar Gunnarsson, oddviti K-listans, verður forseti bæjarstjórnar.

Áherslur listanna eru meðal annars að rekstur bæjarfélagsins verði jákvæður öll árin, framkvæmdir verði í samræmi við gefin loforð og skuldir standi í stað miðað við eignir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×