Frjálslyndir sakaðir um að dansa á línu rasismans á Alþingi 7. nóvember 2006 19:15 Þingmenn Frjálslynda flokksins héldu því fram á Alþingi í dag að Íslendingar væru farnir að missa vinnuna vegna þess að þeir væru ekki samkeppnishæfir við erlent vinnuafl. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði þá dansa á línu rasismans.Magnús Þór Hafsteinsson, sem hóf umræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi, sagði alvarleg mistök hafa verið gerð síðastliðið vor þegar stjórnvöld ákváðu að opna á frjálst flæði vinnuafls frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins og nýta sér ekki heimildir til frekari frestunar. Fyrsti maí síðastliðið vor hefði verið svartur dagur í sögu þjóðarinnar. Síðan þá hefði erlent vinnuafl flætt stjórnlaust inn í landið. Stjórnlaust og alvarlegt ástand hefði skapast. Nú væri svo komið að Íslendingar væru farnir að missa vinnuna vegna þess að þeir væru ekki samkeppnishæfir við erlent vinnuafl sem væri tilbúið að vinna á lágmarkstöxtum eða jafnvel undir þeim. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði að Íslendingar hefðu þörf fyrir erlent vinnuafl. Umræða sú sem Magnús Þór hefði staðið fyrir undanfarna daga endurspeglaði ekki framlag erlends vinnuafls til uppbyggingar hérlendis. Skýrði ráðherra frá þeirri ákvörðun að íslensk stjórnvöld hygðust fresta því um tvö ár að leyfa vinnuafli frá nýjustu ríkjum Evrópusambandsins, Búlgaríu og Rúmenínu, að koma inn í landið. Guðrún Ögmundsdóttir sagði að þingmenn ættu að vera talsmenn skilnings og tala niður þá fordóma og dómhörku sem hér lægju undir niðri en ekki dansa á línu rasismans. Umræðan fór fram án æsinga en þó vakti athygli að þeir Magnús Þór og Steingrímur J. Sigfússon virtust takast harkalega á um málið í einkasamræðu við hliðarherbergi þingsalarins. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Þingmenn Frjálslynda flokksins héldu því fram á Alþingi í dag að Íslendingar væru farnir að missa vinnuna vegna þess að þeir væru ekki samkeppnishæfir við erlent vinnuafl. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði þá dansa á línu rasismans.Magnús Þór Hafsteinsson, sem hóf umræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi, sagði alvarleg mistök hafa verið gerð síðastliðið vor þegar stjórnvöld ákváðu að opna á frjálst flæði vinnuafls frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins og nýta sér ekki heimildir til frekari frestunar. Fyrsti maí síðastliðið vor hefði verið svartur dagur í sögu þjóðarinnar. Síðan þá hefði erlent vinnuafl flætt stjórnlaust inn í landið. Stjórnlaust og alvarlegt ástand hefði skapast. Nú væri svo komið að Íslendingar væru farnir að missa vinnuna vegna þess að þeir væru ekki samkeppnishæfir við erlent vinnuafl sem væri tilbúið að vinna á lágmarkstöxtum eða jafnvel undir þeim. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði að Íslendingar hefðu þörf fyrir erlent vinnuafl. Umræða sú sem Magnús Þór hefði staðið fyrir undanfarna daga endurspeglaði ekki framlag erlends vinnuafls til uppbyggingar hérlendis. Skýrði ráðherra frá þeirri ákvörðun að íslensk stjórnvöld hygðust fresta því um tvö ár að leyfa vinnuafli frá nýjustu ríkjum Evrópusambandsins, Búlgaríu og Rúmenínu, að koma inn í landið. Guðrún Ögmundsdóttir sagði að þingmenn ættu að vera talsmenn skilnings og tala niður þá fordóma og dómhörku sem hér lægju undir niðri en ekki dansa á línu rasismans. Umræðan fór fram án æsinga en þó vakti athygli að þeir Magnús Þór og Steingrímur J. Sigfússon virtust takast harkalega á um málið í einkasamræðu við hliðarherbergi þingsalarins.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira