Innlent

RÚV frumvarp afgreitt úr menntamálanefnd

Frumvarpið verður lagt fyrir í næstu viku.
Frumvarpið verður lagt fyrir í næstu viku. MYND/Vísir

Frumvarp um RÚV ohf. var afgreitt úr menntamálanefnd Alþingis eftir fund þar í kvöld. Var frumvarpið samþykkt með atkvæðum meirihlutans gegn atkvæðum minnihlutans. Fáeinar breytingatillögur voru samþykktar og voru þær flestar tæknilegar. Þó var ákveðið að vefsíða RÚV yrði áfram auglýsingalaus og að kostunarþáttur auglýsingatekna myndi halda sama hlutfalli og hann er í núna, eða um tíu prósent.

Dagný Jónsdóttir, formaður nefndarinnar, tók líka fram að málið hefði fengið stuðning þingflokks Framsóknarflokksins með öllu nema einu atkvæði. Verður frumvarpið lagt fram í næstu viku en það er síðasta þingvika ársins og vonast stjórnarliðar til þess að koma málinu í gegn fyrir lok þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×