Lífið

Vetrarstarfið innan um vinnupalla

Innrammað þjóðleikhús 
Miklar endurbætur standa nú yfir á Þjóðleikhúsinu, en þar má leikhúsáhugafólk eiga von á spennandi vetri.
Innrammað þjóðleikhús Miklar endurbætur standa nú yfir á Þjóðleikhúsinu, en þar má leikhúsáhugafólk eiga von á spennandi vetri. MYND/Pjetur

Þjóðleikhúsið hefur eftir helgina vetrarstarf sitt, pakkað inn í vinnupalla. Ágangur á ytra borð hússins hefur þó ekki slævandi áhrif á það sem gerist innan veggja þess og er verkefnaskrá Þjóðleikhússin fyrir næsta starfsár prýdd spennandi verkefnum.

Tíu leikverk verða frumflutt á Íslandi í vetur og eru í þeim hópi bæði splunkuný íslensk og erlend verk, ásamt gríska harmleiknum Bakkynjur eftir Evrípídes sem verður frumsýndur á Stóra sviðinu um jólin.

Fyrsta frumsýning vetrarins er leikritið Sitji guðs englar, eftir barnabókum Guðrúnar Helgadóttur Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni. Leikgerðin er Illuga Jökulssonar, söngtextar eftir Þórarinn Eldjárn og Sigurður Sigurjónsson leikstýrir. Sitji guðs englar er frumsýnt 29. september og viku seinna hefjast sýningar í nýju brúðuleikhúsi í húsnæði Litla sviðisins.

Versta söngkona allra tíma, Florence Foster Jenkins, verður í aðahlutverki á Stóra sviðinu í lok október þegar frumsýndur verður grátbroslegur gamanleikur um ævi hennar sem hefur fengið nafnið Stórfengleg. Eftir jólin er komið að frumsýningu vísindasöngleiks Hugleiks Dagsonar, Leg, og Hjónabandsglæpum Eric-Emmanuel Schmitt.

Í Kassanum verður fyrsta frumsýningin í janúar þar sem spennuverk Jacob Hirdwall, Pleasure Island - Ókannaða landið, er sett upp í leikstjórn Maríu Ellingsen. Í apríl er svo Hálsfesti Helenu, eftir eitt fremsta nútímaleikskáld Kanadabúa, Carole Fréchette, frumsýnd í Kassanum.

Fleiri spennandi verk eru á dagskrá Þjóðleikhússins á næsta starfsári. Starfsmenn og leikarar koma til starfa næsta mánudag og verður þá ný heimasíða leikhússins tekin í notkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.