Viðskipti innlent

Dregur úr atvinnuleysi

Atvinnuleysi minnkaði um 0,4 prósent á fjórða ársfjórðungi samanborið við sama ársfjórðung árið áður samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Samkvæmt könnuninni voru 2,5 prósent vinnuafls án atvinnu eða í atvinnuleit á fjórðungnum. Könnun Hagstofunnar stefnir í sömu átt og tölur Vinnumálastofnunar að atvinnuleysi fari minnkandi. Hagstofan og Vinnumálastofnun beita ólíkum aðferðum við mat. Hagstofan kannar stöðuna ársfjórðungslega, en Vinnumálastofnun safnar mánaðarlega upplýsingum frá vinnumiðlunum vítt og breitt um landið. Atvinnuþátttaka breyttist hins vegar lítið sem ekkert. 156.300 manns voru starfandi á fjórða ársfjórðungi og fjölgaði um 3.100 frá sama tíma í fyrra. Á sama tíma hefur fjölgað um 2.600 manns á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka eykst venjulega á þenslutímum en dregst saman þegar verr árar á vinnumarkaði. Núverandi uppsveifla hefur því enn sem komið er ekki haft veruleg áhrif á atvinnuþátttöku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×