Erlent

Berjast saman gegn hryðjuverkum

Pakistan og Úsbekistan samþykktu í dag að berjast saman gegn hryðjuverkum í löndunum tveimur og herða eftirlit við landamæri sín. Þá er í burðarliðnum samkomulag þar sem kveðið á um framsal úsbeskra hryðjuverkamanna í Pakistan til Úsbekistans og öfugt. Íslamskir hryðjuverkamenn hafa látið að sér kveða víða á landamærum Pakistans, þar með töldum landamærunum að Afganistan, og vilja þjóðirnar tvær vinna saman að því að ganga á milli bols og höfuðs á ýmsum hryðjuverkahópum.  Á níunda áratugnum voru samskipti þjóðanna stirð þar sem þær studdu andstæðar fylkingar í nágrannaríkinu Afganistan en nú segjast löndin hafa sameinast með Bandaríkjunum í svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum og styðja nýkjörna ríkisstjórn í Afganistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×