Nota mætti Símafé í sjúkrahús 8. janúar 2005 00:01 Nota mætti þá fjármuni sem ríkið fær við sölu Símans til að reisa fullkomið sjúkrahús. Hugmyndinni varpaði Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fram og lét að því liggja að hugmyndinni hefði verið sprautað í æðar sér þegar hann gekkst undir sjúkrahúsmeðferð á síðasta ári. Þingmenn Samfylkingarinnar sjá ástæðu til að fagna. Sjálfstæðimenn fjölmenntu á stjórnmálafund sem fram fór í Valhöll í dag og hlýddu á formanninn, Davíð Oddsson utanríkisráðherra, ræða um þjóðmálin. Í svari við fyrirspurn um fjármál spítalanna sagði Davíð að ef miklir fjármunir fáist fyrir Símann væri freistandi að greiða niður skuldir. Tækifæri fengist þó til að veita mikla fjármuni í eina átt eins og byggingu fullkomins sjúkrahúss. Það væri mikið átak og hann teldi mjög erfitt að gera það svo vit væri í gegnum venjuleg fjárlög ár frá ári með tilheyrandi frestunum og kostnaði. „Því ekki að nota lungann af slíkri sölu í ákvörðun af þessu tagi?“ spurði Davíð og bætti við að það gæti vel verið að starfsfólk Landspítalans hefði sprautað þessari hugmynd í æð honum þegar hann hefði verið þar vegna veikinda sinna. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum í dag að hann fagnaði stuðningi Davíðs við tillögu sem hann og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar hefðu flutt. Hún fjallaði um byggingu nýs Landspítala og lagt var til að þeir peningar sem fást fyrir sölu ríkiseigna, til dæmis Símans, yrðu notaðir. Fréttir Innlent Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Nota mætti þá fjármuni sem ríkið fær við sölu Símans til að reisa fullkomið sjúkrahús. Hugmyndinni varpaði Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fram og lét að því liggja að hugmyndinni hefði verið sprautað í æðar sér þegar hann gekkst undir sjúkrahúsmeðferð á síðasta ári. Þingmenn Samfylkingarinnar sjá ástæðu til að fagna. Sjálfstæðimenn fjölmenntu á stjórnmálafund sem fram fór í Valhöll í dag og hlýddu á formanninn, Davíð Oddsson utanríkisráðherra, ræða um þjóðmálin. Í svari við fyrirspurn um fjármál spítalanna sagði Davíð að ef miklir fjármunir fáist fyrir Símann væri freistandi að greiða niður skuldir. Tækifæri fengist þó til að veita mikla fjármuni í eina átt eins og byggingu fullkomins sjúkrahúss. Það væri mikið átak og hann teldi mjög erfitt að gera það svo vit væri í gegnum venjuleg fjárlög ár frá ári með tilheyrandi frestunum og kostnaði. „Því ekki að nota lungann af slíkri sölu í ákvörðun af þessu tagi?“ spurði Davíð og bætti við að það gæti vel verið að starfsfólk Landspítalans hefði sprautað þessari hugmynd í æð honum þegar hann hefði verið þar vegna veikinda sinna. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum í dag að hann fagnaði stuðningi Davíðs við tillögu sem hann og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar hefðu flutt. Hún fjallaði um byggingu nýs Landspítala og lagt var til að þeir peningar sem fást fyrir sölu ríkiseigna, til dæmis Símans, yrðu notaðir.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira