Erlent

Fjórir létust í sjálfsmorðsárás

Fjórir létustu og nítján særðust í sjálfsmorðsárás á bensínstöð nærri eftirlitsstöð hers og lögreglu suður af Bagdad í dag. Árásármaðurinn ók bíl sínum inn á bensínstöðina og sprengdi hann, en þeir sem létust og særðust voru í röð að bíða eftir eldsneyti. Þrír bílar eyðilögðust í sprengingunni en engan á eftirlitsstöðinni sakaði. Að sögn lögreglu er ekki ljóst hvort maðurinn hugðist sprengja upp bensínstöðina eða eftirlitsstöðina, en uppreisnarmenn hafa ítrekað gert árásir á írakska her- og lögreglumenn sem þeir segja vinna með hersetuveldunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×