Erlent

Danir búa sig undir fárviðri

Danir búa sig undir fárviðri í dag og í kvöld en spáð er 20-28 metrum á sekúndu. Vindur gæti farið upp í allt að 40 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Við vesturströnd Jótlands verður veðrið verst og er þar varað við að vatnsflóð geti náð allt að þremur metrum. Íbúum þar er bent á að huga að niðurföllum og kjöllurum og hefur sandpokum verið dreift til fólksins ásamt því sem aukalið lögreglu hefur verið kallað út. Rútuferðum og ferjusiglingum hefur víða verið frestað til morguns og er varað við að stórum og léttum farartækjum sé ekið um brúna yfir Litlabelti. Stormurinn er nú yfir Bretlandseyjum og vona Danir að veðurhamurinn verði ekki eins mikill og 3. desember 1999 þegar miklar skemmdir urðu í ofsaveðri í Danmörku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×