Innlent

Snjóflóð lokar veginum um Óshlíð

Hálka og vetrarfærð er í öllum landshlutum. Í Barðastrandarsýslu er ófærð og óveður milli Flókalundar og Reykhóla. Snjóflóð lokar veginum um Óshlíð en vonast er til að þar verði orðið fært fyrir hádegi. Í Ísafjarðardjúpi innan Súðavíkur er ófærð og þar verður ekki mokað í dag. Á Ströndum er ófært norðan Hrútafjarðar til Hólmavíkur. Snjókoma eða éljagangur er víða á Norðurlandi. Það er þæfingsfærð og skafrenningur á Tjörnesi og austur um með ströndinni og óveður á Sandvíkurheiði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×