Erlent

Járnaldarfrú finnst í Danmörku

1600 ára gamalt lík af konu fannst í Taastrup í Danmörku á mánudag. Konan, sem hefur nú hlotið hefur nafnið Járnaldarfrúin, hefur að líkindum verið öldruð þegar hún lést, en líkið hefur varðveist mjög vel. Það sama gildir um dýrindis perluklæði hennar og skartgripi sem þykja benda til að hún hafi verið af háum stigum. Byggingaframkvæmdir standa nú yfir á svæðinu, en þar á að reisa dýraspítala. Þeim framkvæmdum var snarlega slegið á frest meðan vísindamenn leita fleiri fornleifa á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×