Erlent

Bannað að dilla bossanum

Fulltrúadeild ríkisþingsins í Texas samþykkti í gær heldur óvenjleg lög, en samkvæmt þeim mega klappstýrur á íþróttaleikjum í menntaskólum ekki hvetja áfram lið og áhorfendur með djörfum hreyfingum eins og að dilla bossanum. Mikil hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að klappstýrur hvetji áfram íþróttalið og leiki listir sínar í leikhléum á kappleikjum. Þykir þingmönnum í Texas nóg komið af djörfum og kynferðislegum hreyfingum í dansinum og hafa þeir því gefið menntamálayfirvöldum í ríkinu leyfi til að refsa skólum sem leyfa slíkt. Í lögunum er þó ekki skilgreint hvað teljist vera kynferðisleg fagnaðarlæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×