Innlent

Má vera veitingahús

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vesturbrú ehf. hafi verið heimilt að breyta verslunarhúsnæði í veitingahús í fjöleignarhúsi í miðborg Reykjavíkur. Aðrir eigendur í húsinu höfðu kvartað undan því að breytingarnar hefðu valdið raski en í eignaskiptayfirlýsingu var þar gert ráð fyrir verslunarhúsnæði. Héraðsdómur komst hins vegar að því að Vesturbrú hafi verið heimilt að gera þessar breytingar á grundvelli laga um breytingar á hagnýtingu séreignar. Eins og fyrr segir staðfesti Hæstiréttur dóminn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×