Erlent

Samþykkt að kallað herliðið heim

Búlgarska þingið samþykkti í dag áætlun ríkisstjórnar landsins um brottflutning allra búlgarskra hermanna frá Írak fyrir lok þessa ár. Fyrstu hermennirnir halda heim í lok næsta mánaðar en allir hermennirnir 450 verða komnir til síns heima fyrir næstu áramót. Mikil andstaða hefur verið við Íraksstríðið í Búlgaríu og eru þrír af hverjum fjórum Búlgörum andvígir því að búlgarskir hermenn séu í Írak. Mjög var þrýst á ríkisstjórnina að kalla herliðið heim, en níu búlgarskir hermenn hafa látist í Írak auk fimm almennra borgara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×