Þungbúið yfir útgerðinni 31. ágúst 2005 00:01 Þau sjávarútvegsfélög sem birta uppgjör sín í Kauphöll Íslands búa við erfiðar aðstæður þessa dagana hvort sem er við veiðar eða vinnslu, enda hafa rekstrarskilyrði sjaldan verið erfiðari en einmitt nú um stundir. Það sama gildir auðvitað um önnur útgerðarfyrirtæki; hátt olíuverð, launaskrið á almennum vinnumarkaði og sterkari króna gera þeim lífið leitt. Þá hafa veiðar á uppsjávarfiski gengið treglega, nær engar loðnuveiðar hafa verið í sumar og lítil veiði á kolmunna. Lækkandi framlegð HB Grandi, annað af tveimur útgerðarfélögum sem er skráð í Kauphöllina, skilaði 414 milljóna króna tapi á öðrum ársfjórðungi sem var nokkuð í takt við væntingar markaðsaðila. Velta félagsins hefur verið að aukast vegna hækkandi afurðaverðs á bolfiski og var 2,7 milljarðar á fjórðungnum. Það var töluvert hærri upphæð en spáð hafði verið. Á móti var hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA), tala sem mikið er horft til þegar meta á árangur sjávarútvegsfélaga, nokkru lægri en búist hafði verið við. EBITDA-hagnaður var 355 milljónir og framlegðarhlutfallið (EBITDA) um þrettán próesent af tekjum samanborið við sautján prósent á öðrum ársfjórðungi árið 2004. "Lægra EBITDA hlutfall ræðst af hærri olíukostnaði útgerðar, kostnaði við upphaf veiða Engeyjar og erfiðu rekstrarumhverfi landvinnslu vegna sterks gengis krónunnar. Þannig lækkaði meðalgengisvísitala krónunnar um 9,2% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil árið áður," segir í tilkynningu frá HB Granda. Engar loðnuveiðar í sumar Vinnslustöðin, hitt útgerðarfélagið sem er eftir á markaði, skilaði aðeins fjögurra milljóna króna hagnaði á öðrum fjórðungi en um 180 milljónum króna á sama tíma fyrir ári. Framlegð var 217 milljónir á síðasta ársfjórðungi eða 17,3 prósent af tekjum. Stjórnendur félagsins kenna háu olíuverði, dræmri kolmunnaveiði og engri loðuveiði i sumar um að áætlanir félagsins, um einn milljarðs króna EBITDA-hagnað á árinu, verði ekki að veruleika. Vinnslustöðin ræður um tíu prósentum af loðnu- og síldarkvótanum á Íslandsmiðum og því mun lítil loðnuveiði hafa neikvæð áhrif á reksturinn. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að olíukostnaður hafi líklega hækkað um helming á einu ári. "Á öllum vígstöðum er kostnaður að aukast en tekjurnar að dragast saman. Aflaverðmæti hefur hækkað og vegur á það móti styrkingu krónunnar," segir hann. Berjast í bökkum Þetta leiðir hugann að stöðu landvinnslunnar á Íslandi. Rekstarumhverfið er afar erfitt um þessar mundir vegna hás gengis krónunnar og margir spyrja hvort hún sé að leggjast af á ýmsum svæðum. Samherji hefur tilkynnt um lokun landvinnslu á Stöðvarfirði í byrjun september og ætlar að sameina hana við landvinnsluna á Dalvík en einnig hefur samdráttur verið boðaður hjá fiskvinnslufyrirtækinu Bílddælingi á Bíldudal. "Við höfum orðið var við það sérstaklega síðustu mánuði þegar styrking krónunnar er orðin þetta langvinn og skilaverð fyrir afurðirnir ýmist stendur í stað í krónum eða hefur farið lækkandi, að fyrirtæki sem stóðu ekki beinlínis vel fyrir þessa þróun, eru farin að láta undan síga. Fyrirtæki, sem hafa kannski átt í erfiðleikum, gefa eftir og geta jafnvel farið í gjaldþrot. Stærri fyrirtæki hafa heldur dregið úr framleiðslunni og maður hefur orðið sérstaklega var við þetta í rækjuframleiðslunni," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva Arnar segir jafnframt að stjórnendur fiskvinnslustöðva beri sig frekar illa – og sumir mjög illa – ekki síst þar sem tíma sterkrar krónur er orðið svo langt. Alls staðar samdráttur Hvarvetna hefur þróunin verið sú að stórum fiskvinnslustöðvum hefur fækkað jafnt og þétt. Í Noregi eru um níu stór frystihús en voru 56 árið 1998. Árið 1993 voru ellefu stórar stöðvar í Danmörku en nú eru þær aðeins tvær. Færeyingar hafa sameinað starfsemina og lagt sumar stöðvar niður. Á Íslandi hefur stóru fiskvinnslustöðvunum fækkað um fjórðung á undanförnum áratug og telur Arnar að fyrirtæki, í stærðargráðu sem eitthvað ber á, séu 70-100 talsins. Með tilkomu fiskmarkaða breyttist rekstrarumhverfi fiskvinnslustöðva. Stóru stöðvarnar hafa stækkað en miðlungs fiskvinnslustöðvar hefur fækkað verulega. Litlum og sérhæfðum fiskvinnslufyrirtækjum hefur hins vegar fjölgað. Arnar segir að þróunin hafi að mörgu leyti orðið sú sem menn spáðu. "Það má hins vegar ekki gleyma því að fyrirtæki hafa verið að ná góðum árangri í því umhverfi sem við búum við. Fyrirtækin hafa verið að ná niður hlutfallslegum launakostnaði með tækninýjungum og orðið vel ágengt. Sem betur fer voru menn snemma á ferðinni." Eggert Aðalsteinsson - eggert@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eggert Aðalsteinsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þau sjávarútvegsfélög sem birta uppgjör sín í Kauphöll Íslands búa við erfiðar aðstæður þessa dagana hvort sem er við veiðar eða vinnslu, enda hafa rekstrarskilyrði sjaldan verið erfiðari en einmitt nú um stundir. Það sama gildir auðvitað um önnur útgerðarfyrirtæki; hátt olíuverð, launaskrið á almennum vinnumarkaði og sterkari króna gera þeim lífið leitt. Þá hafa veiðar á uppsjávarfiski gengið treglega, nær engar loðnuveiðar hafa verið í sumar og lítil veiði á kolmunna. Lækkandi framlegð HB Grandi, annað af tveimur útgerðarfélögum sem er skráð í Kauphöllina, skilaði 414 milljóna króna tapi á öðrum ársfjórðungi sem var nokkuð í takt við væntingar markaðsaðila. Velta félagsins hefur verið að aukast vegna hækkandi afurðaverðs á bolfiski og var 2,7 milljarðar á fjórðungnum. Það var töluvert hærri upphæð en spáð hafði verið. Á móti var hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA), tala sem mikið er horft til þegar meta á árangur sjávarútvegsfélaga, nokkru lægri en búist hafði verið við. EBITDA-hagnaður var 355 milljónir og framlegðarhlutfallið (EBITDA) um þrettán próesent af tekjum samanborið við sautján prósent á öðrum ársfjórðungi árið 2004. "Lægra EBITDA hlutfall ræðst af hærri olíukostnaði útgerðar, kostnaði við upphaf veiða Engeyjar og erfiðu rekstrarumhverfi landvinnslu vegna sterks gengis krónunnar. Þannig lækkaði meðalgengisvísitala krónunnar um 9,2% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil árið áður," segir í tilkynningu frá HB Granda. Engar loðnuveiðar í sumar Vinnslustöðin, hitt útgerðarfélagið sem er eftir á markaði, skilaði aðeins fjögurra milljóna króna hagnaði á öðrum fjórðungi en um 180 milljónum króna á sama tíma fyrir ári. Framlegð var 217 milljónir á síðasta ársfjórðungi eða 17,3 prósent af tekjum. Stjórnendur félagsins kenna háu olíuverði, dræmri kolmunnaveiði og engri loðuveiði i sumar um að áætlanir félagsins, um einn milljarðs króna EBITDA-hagnað á árinu, verði ekki að veruleika. Vinnslustöðin ræður um tíu prósentum af loðnu- og síldarkvótanum á Íslandsmiðum og því mun lítil loðnuveiði hafa neikvæð áhrif á reksturinn. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að olíukostnaður hafi líklega hækkað um helming á einu ári. "Á öllum vígstöðum er kostnaður að aukast en tekjurnar að dragast saman. Aflaverðmæti hefur hækkað og vegur á það móti styrkingu krónunnar," segir hann. Berjast í bökkum Þetta leiðir hugann að stöðu landvinnslunnar á Íslandi. Rekstarumhverfið er afar erfitt um þessar mundir vegna hás gengis krónunnar og margir spyrja hvort hún sé að leggjast af á ýmsum svæðum. Samherji hefur tilkynnt um lokun landvinnslu á Stöðvarfirði í byrjun september og ætlar að sameina hana við landvinnsluna á Dalvík en einnig hefur samdráttur verið boðaður hjá fiskvinnslufyrirtækinu Bílddælingi á Bíldudal. "Við höfum orðið var við það sérstaklega síðustu mánuði þegar styrking krónunnar er orðin þetta langvinn og skilaverð fyrir afurðirnir ýmist stendur í stað í krónum eða hefur farið lækkandi, að fyrirtæki sem stóðu ekki beinlínis vel fyrir þessa þróun, eru farin að láta undan síga. Fyrirtæki, sem hafa kannski átt í erfiðleikum, gefa eftir og geta jafnvel farið í gjaldþrot. Stærri fyrirtæki hafa heldur dregið úr framleiðslunni og maður hefur orðið sérstaklega var við þetta í rækjuframleiðslunni," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva Arnar segir jafnframt að stjórnendur fiskvinnslustöðva beri sig frekar illa – og sumir mjög illa – ekki síst þar sem tíma sterkrar krónur er orðið svo langt. Alls staðar samdráttur Hvarvetna hefur þróunin verið sú að stórum fiskvinnslustöðvum hefur fækkað jafnt og þétt. Í Noregi eru um níu stór frystihús en voru 56 árið 1998. Árið 1993 voru ellefu stórar stöðvar í Danmörku en nú eru þær aðeins tvær. Færeyingar hafa sameinað starfsemina og lagt sumar stöðvar niður. Á Íslandi hefur stóru fiskvinnslustöðvunum fækkað um fjórðung á undanförnum áratug og telur Arnar að fyrirtæki, í stærðargráðu sem eitthvað ber á, séu 70-100 talsins. Með tilkomu fiskmarkaða breyttist rekstrarumhverfi fiskvinnslustöðva. Stóru stöðvarnar hafa stækkað en miðlungs fiskvinnslustöðvar hefur fækkað verulega. Litlum og sérhæfðum fiskvinnslufyrirtækjum hefur hins vegar fjölgað. Arnar segir að þróunin hafi að mörgu leyti orðið sú sem menn spáðu. "Það má hins vegar ekki gleyma því að fyrirtæki hafa verið að ná góðum árangri í því umhverfi sem við búum við. Fyrirtækin hafa verið að ná niður hlutfallslegum launakostnaði með tækninýjungum og orðið vel ágengt. Sem betur fer voru menn snemma á ferðinni." Eggert Aðalsteinsson - eggert@frettabladid.is
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun