Landsspítalinn sambandslaus 31. maí 2005 00:01 Landsspítali Háskólasjúkrahús var símasambandslaus frá því um ellefuleytið til klukkan þrjú í gær. Einnig lágu öll tölvukerfi Spítalans niðri en bilun kom upp í aðalnetkerfi sjúkrahússins með þeim afleiðingum að tölvu- og innra símkerfið datt að mestu leyti út. Spítalinn var þó alltaf í sambandi við Neyðarlínu og sjúkrabíla í gegnum svokallað Tetra-kerfi sem er utan við kerfið sem bilaði í gær. "Við vorum hérna með gemsana og talstöðvar alveg á fullu," segir Ardís Henriksdóttir aðstoðardeildarstjóri á bráðamóttöku. "Og svo varð maður bara að skokka upp á næstu hæð til að tilkynna komu sjúklinga." Hún segir þó að enginn skaði hafi hlotist af annar en sá að allt gekk mun hægar en vanalega. "Við gátum til dæmis ekki fengið niðurstöður úr rannsóknum því tölvurnar lágu niðri en verst var að aðstandendur sjúklinganna og aðrir náðu ekki sambandi við okkur til að spyrjast fyrir um sitt fólk fyrr en seint og um síðir en allir sýndu þessu skilning. Svo erum við náttúrlega orðin afar óvön því að handskrifa allt en nú fengum við æfingu í því." Ardís segir að mikið hafi reynt á starfsfólkið en allir reynst starfi sínu vaxnir við þessar óvenjulegu aðstæður sem sköpuðust. Að sögn Ingólfs Þórissonar framkæmdastjóra tæknimála spítalans varð bilunin í svokölluðum skipti í netkerfinu sem sendi frá sér boð með þvílíkum hraða að netkerfið fylltist útsendingum með fyrrgreindum afleiðingum. "Við erum með tvöfalt símkerfi þannig að þegar eitt dettur út á annað að taka við og nú erum við að kanna af hverju það gerðist ekki í þessu tilfelli," segir Ingólfur. "Í tilfellum sem þessum er farið eftir öryggisreglum sem kveða meðal annars á um að talstöðvum og gemsum sé dreift á alla staði svo hægt sé að ná í lækna og aðra starfsmenn og það gekk allt eftir í gær," bætir hann við. Starfsemi Landsspítalans er í Fossvogi, Hringbraut, Landakoti, Dalbraut og einnig á Kleppsspítala svo margir fundu fyrir bilunninni í gær. Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Landsspítali Háskólasjúkrahús var símasambandslaus frá því um ellefuleytið til klukkan þrjú í gær. Einnig lágu öll tölvukerfi Spítalans niðri en bilun kom upp í aðalnetkerfi sjúkrahússins með þeim afleiðingum að tölvu- og innra símkerfið datt að mestu leyti út. Spítalinn var þó alltaf í sambandi við Neyðarlínu og sjúkrabíla í gegnum svokallað Tetra-kerfi sem er utan við kerfið sem bilaði í gær. "Við vorum hérna með gemsana og talstöðvar alveg á fullu," segir Ardís Henriksdóttir aðstoðardeildarstjóri á bráðamóttöku. "Og svo varð maður bara að skokka upp á næstu hæð til að tilkynna komu sjúklinga." Hún segir þó að enginn skaði hafi hlotist af annar en sá að allt gekk mun hægar en vanalega. "Við gátum til dæmis ekki fengið niðurstöður úr rannsóknum því tölvurnar lágu niðri en verst var að aðstandendur sjúklinganna og aðrir náðu ekki sambandi við okkur til að spyrjast fyrir um sitt fólk fyrr en seint og um síðir en allir sýndu þessu skilning. Svo erum við náttúrlega orðin afar óvön því að handskrifa allt en nú fengum við æfingu í því." Ardís segir að mikið hafi reynt á starfsfólkið en allir reynst starfi sínu vaxnir við þessar óvenjulegu aðstæður sem sköpuðust. Að sögn Ingólfs Þórissonar framkæmdastjóra tæknimála spítalans varð bilunin í svokölluðum skipti í netkerfinu sem sendi frá sér boð með þvílíkum hraða að netkerfið fylltist útsendingum með fyrrgreindum afleiðingum. "Við erum með tvöfalt símkerfi þannig að þegar eitt dettur út á annað að taka við og nú erum við að kanna af hverju það gerðist ekki í þessu tilfelli," segir Ingólfur. "Í tilfellum sem þessum er farið eftir öryggisreglum sem kveða meðal annars á um að talstöðvum og gemsum sé dreift á alla staði svo hægt sé að ná í lækna og aðra starfsmenn og það gekk allt eftir í gær," bætir hann við. Starfsemi Landsspítalans er í Fossvogi, Hringbraut, Landakoti, Dalbraut og einnig á Kleppsspítala svo margir fundu fyrir bilunninni í gær.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira