Sport

Jol ánægður með Mido

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er í skýjunum yfir góðri byrjun Egyptans Mido hjá félaginu, en framherjinn knái skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir félagið í sigri gegn Portsmouth um helgina. "Ég er ákaflega ánægður með Mido og byrjun hans. Hann var stimplaður vandræðagemsi, en ég kynntist honum þegar ég var í Hollandi og hann er ljúfur og góður drengur. Það er sannarlega lúxusvandamál að vera kominn með enn einn frábæran sóknarmanninn", sagði Jol, en fyrir í framlínu Spurs eru þeir Jermain Defoe, Robbie Keane og Freddie Kanoute.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×