Sport

Glazer gerir tilboð í Man United

Ameríski auðjöfurinn Malcom Glazer hefur gert formlegt tilboð í Manchester United en hann hefur verið í viðræðum við félagið í liðlega ár, með það fyrir augum að eignast það. David Gill, stjórnarformaður félagsins, lét hafa eftir sér í desember að frekari viðræður við Glazer væru ekki á döfinni fyrr en formlegt tilboð lægi fyrir og nú hefur Bandaríkjamaðurinn látið kné fylgja kviði og gert áðurnefnt tilboð í félagið. Fyrri tilraunir hans til að kaupa það höfðu strandað á fjármögnunarhliðinni, en því hefur nú verið kippt í lag og verður forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum stuðningsmanna Manchester United, sem fram að þessu hafa verið lítt hrifnir af áformum Glazers.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×