Allir farþegar flugvélar frá Azerbaídjan og áhöfn fórust þegar vélin hrapaði skammt frá Kaspíahafsströnd Kasakstans í gærkvöldi. Meðal farþeganna voru Breti, Ástrali og Tyrki. Alls voru tuttugu og þrír um borð í vélinni, skrúfuþotu af gerðinni Antonov 140. Ekki er ljóst hvað olli slysinu en samkvæmt fregnum fjölmiðla á vettvangi er flak vélarinnar dreift yfir nærri tveggja kílómetra svæði sem gæti bent til þess að sprenging hefði orðið um borð. Nú er svarta kassa vélarinnar leitað í von um að þar megi finna vísbendingar um hvað gerðist.
Á þriðja tug fórst í flugslysi í Kasakstan
