Ingibjörgu Sólrúnu til forystu 15. apríl 2005 00:01 Formannskjör Samfylkingar - Elfa Birna Ólafsdóttir, leikskólakennari Þegar ég horfi yfir farinn veg núverandi ríkisstjórnar er mér efst í huga sú skoðanakúgun sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í stjórnartíð hennar. Hver hefur ekki upplifað það að vera kallaður neikvæður vegna þess eins að hafa aðra skoðun en hinir? Það er með ólíkindum hvað þessi sálfræðiklisja hefur náð að festa sig í sessi undanfarin ár. Fólki hefur beinlínis verið innprentað að það að hafa aðra skoðun sé neikvæðni og að viðkomandi sé nú hollast að vera jákvæðari. Þetta hefur að mínu mati orðið til þess að menn hafa hætt að segja sína skoðun til þess að falla í kramið og fá hinn eftirsótta jákvæðnistimpil. Ég er ansi hrædd um að margir geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er hættuleg þróun og hvert við stefnum ef við förum ekki að hugsa okkar gang, því ef einstaklingar hætta að hafa skoðanir á mönnum og málefnum verður til stöðnun og kúgun í þjóðfélaginu sem leiðir af sér að fáeinir menn ráða lögum og lofum í samfélagi okkar og aðrir þjóðfélagsþegnar verða bara áhorfendur að valdastríði þeirra og vaxandi ríkidæmi. Hinir ríku verða sífellt ríkari og hinir fátæku fátækari. Heiðarleiki, skoðanafrelsi, náungakærleikur, samviskusemi, umburðarlyndi, baráttuandi og svo mætti lengi telja hafa alls ekki átt upp á pallborðið í samfélagi okkar heldur aðeins sú hugsun að bæta eigin afkomu til að fjárfesta í stærri og betri eignum, eiga meiri og betri hluti en nágranninn og láta sér fátt um finnast um þá sem minna mega sín. Fyrirtækin hafa líka meira og minna efst á stefnuskrá sinni að reyna að kreista eins mikið og hægt er út úr starfsfólki sínu án þess að borga mannsæmandi laun og þau eru dugleg að koma þeim skilaboðum til óánægðra starfsmanna að nóg vinnuafl sé í landinu og að enginn sé ómissandi. Það er nú bara þannig að við eigum að láta okkur varða um það hvort allir lifi mannsæmandi lífi í þjóðfélagi okkar en ekki bara hluti okkar eða kannski bara við sjálf. Okkur koma aðrir við, eða er það ekki það sem við erum alltaf að reyna að kenna börnunum? Mér finnst að við séum að upplifa hnignunartímabil sem við verðum að sporna við. Við hljótum að vilja nýta okkur lýðræðislegan rétt og málfrelsi til þess til þess að hafa áhrif. Við viljum varla ferðast hundruðir ára afturábak til þess tíma þegar menn voru fangelsaðir og jafnvel drepnir fyrir þær sakir einar að hafa aðra skoðun en meirihlutinn. Hver og einn verður að hugsa sem svo að hann/hún hafi áhrif og að skoðanir okkar allra skipta máli. Hugsanir okkar eru engum til gagns ef við leyfum ekki öðrum að hlusta á þær og koma þannig af stað umræðum eða rökræðum sem geta haft þau áhrif að einhverjum eða einhverju verði breytt til betri vegar. Niðurstaða hugleiðinga minna er að Sjálfsstæðis- og Framsóknarflokkur verði að fara frá völdum. Það er hreinlega engum mönnum hollt að sitja of lengi að völdum, því þeir fara ósjálfrátt að telja sjálfum sér og öðrum trú um það að án þeirra séum við glötuð. En til þess að þessi draumur minn geti orðið að veruleika verðum við að hafa talsmann sem við trúum að geti breytt þeirri þróun sem við höfum búið við undanfarin ár. Slíkur talsmaður þarf að vera góðum gáfum gæddur, hann þarf að hafa óbilandi trú á sjálfum sér, hann þarf að vera ákveðinn án þess að vilja drottna yfir öðrum og að síðustu þarf hann að búa yfir miklum persónutöfrum og hæfileika til þess að ná til allra, því eins og við sem höfum fylgst með keppninni Idol Sjörnuleit vitum þá er ekki nóg að hafa mikla og góða hæfileika, þú verður að hafa útgeislun og persónutöfra sem ná að fanga fjöldann til þess að vinna. Þessi talsmaður er að mínu mati Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Formannskjör Samfylkingar - Elfa Birna Ólafsdóttir, leikskólakennari Þegar ég horfi yfir farinn veg núverandi ríkisstjórnar er mér efst í huga sú skoðanakúgun sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í stjórnartíð hennar. Hver hefur ekki upplifað það að vera kallaður neikvæður vegna þess eins að hafa aðra skoðun en hinir? Það er með ólíkindum hvað þessi sálfræðiklisja hefur náð að festa sig í sessi undanfarin ár. Fólki hefur beinlínis verið innprentað að það að hafa aðra skoðun sé neikvæðni og að viðkomandi sé nú hollast að vera jákvæðari. Þetta hefur að mínu mati orðið til þess að menn hafa hætt að segja sína skoðun til þess að falla í kramið og fá hinn eftirsótta jákvæðnistimpil. Ég er ansi hrædd um að margir geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er hættuleg þróun og hvert við stefnum ef við förum ekki að hugsa okkar gang, því ef einstaklingar hætta að hafa skoðanir á mönnum og málefnum verður til stöðnun og kúgun í þjóðfélaginu sem leiðir af sér að fáeinir menn ráða lögum og lofum í samfélagi okkar og aðrir þjóðfélagsþegnar verða bara áhorfendur að valdastríði þeirra og vaxandi ríkidæmi. Hinir ríku verða sífellt ríkari og hinir fátæku fátækari. Heiðarleiki, skoðanafrelsi, náungakærleikur, samviskusemi, umburðarlyndi, baráttuandi og svo mætti lengi telja hafa alls ekki átt upp á pallborðið í samfélagi okkar heldur aðeins sú hugsun að bæta eigin afkomu til að fjárfesta í stærri og betri eignum, eiga meiri og betri hluti en nágranninn og láta sér fátt um finnast um þá sem minna mega sín. Fyrirtækin hafa líka meira og minna efst á stefnuskrá sinni að reyna að kreista eins mikið og hægt er út úr starfsfólki sínu án þess að borga mannsæmandi laun og þau eru dugleg að koma þeim skilaboðum til óánægðra starfsmanna að nóg vinnuafl sé í landinu og að enginn sé ómissandi. Það er nú bara þannig að við eigum að láta okkur varða um það hvort allir lifi mannsæmandi lífi í þjóðfélagi okkar en ekki bara hluti okkar eða kannski bara við sjálf. Okkur koma aðrir við, eða er það ekki það sem við erum alltaf að reyna að kenna börnunum? Mér finnst að við séum að upplifa hnignunartímabil sem við verðum að sporna við. Við hljótum að vilja nýta okkur lýðræðislegan rétt og málfrelsi til þess til þess að hafa áhrif. Við viljum varla ferðast hundruðir ára afturábak til þess tíma þegar menn voru fangelsaðir og jafnvel drepnir fyrir þær sakir einar að hafa aðra skoðun en meirihlutinn. Hver og einn verður að hugsa sem svo að hann/hún hafi áhrif og að skoðanir okkar allra skipta máli. Hugsanir okkar eru engum til gagns ef við leyfum ekki öðrum að hlusta á þær og koma þannig af stað umræðum eða rökræðum sem geta haft þau áhrif að einhverjum eða einhverju verði breytt til betri vegar. Niðurstaða hugleiðinga minna er að Sjálfsstæðis- og Framsóknarflokkur verði að fara frá völdum. Það er hreinlega engum mönnum hollt að sitja of lengi að völdum, því þeir fara ósjálfrátt að telja sjálfum sér og öðrum trú um það að án þeirra séum við glötuð. En til þess að þessi draumur minn geti orðið að veruleika verðum við að hafa talsmann sem við trúum að geti breytt þeirri þróun sem við höfum búið við undanfarin ár. Slíkur talsmaður þarf að vera góðum gáfum gæddur, hann þarf að hafa óbilandi trú á sjálfum sér, hann þarf að vera ákveðinn án þess að vilja drottna yfir öðrum og að síðustu þarf hann að búa yfir miklum persónutöfrum og hæfileika til þess að ná til allra, því eins og við sem höfum fylgst með keppninni Idol Sjörnuleit vitum þá er ekki nóg að hafa mikla og góða hæfileika, þú verður að hafa útgeislun og persónutöfra sem ná að fanga fjöldann til þess að vinna. Þessi talsmaður er að mínu mati Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun