Ingibjörgu Sólrúnu til forystu 15. apríl 2005 00:01 Formannskjör Samfylkingar - Elfa Birna Ólafsdóttir, leikskólakennari Þegar ég horfi yfir farinn veg núverandi ríkisstjórnar er mér efst í huga sú skoðanakúgun sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í stjórnartíð hennar. Hver hefur ekki upplifað það að vera kallaður neikvæður vegna þess eins að hafa aðra skoðun en hinir? Það er með ólíkindum hvað þessi sálfræðiklisja hefur náð að festa sig í sessi undanfarin ár. Fólki hefur beinlínis verið innprentað að það að hafa aðra skoðun sé neikvæðni og að viðkomandi sé nú hollast að vera jákvæðari. Þetta hefur að mínu mati orðið til þess að menn hafa hætt að segja sína skoðun til þess að falla í kramið og fá hinn eftirsótta jákvæðnistimpil. Ég er ansi hrædd um að margir geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er hættuleg þróun og hvert við stefnum ef við förum ekki að hugsa okkar gang, því ef einstaklingar hætta að hafa skoðanir á mönnum og málefnum verður til stöðnun og kúgun í þjóðfélaginu sem leiðir af sér að fáeinir menn ráða lögum og lofum í samfélagi okkar og aðrir þjóðfélagsþegnar verða bara áhorfendur að valdastríði þeirra og vaxandi ríkidæmi. Hinir ríku verða sífellt ríkari og hinir fátæku fátækari. Heiðarleiki, skoðanafrelsi, náungakærleikur, samviskusemi, umburðarlyndi, baráttuandi og svo mætti lengi telja hafa alls ekki átt upp á pallborðið í samfélagi okkar heldur aðeins sú hugsun að bæta eigin afkomu til að fjárfesta í stærri og betri eignum, eiga meiri og betri hluti en nágranninn og láta sér fátt um finnast um þá sem minna mega sín. Fyrirtækin hafa líka meira og minna efst á stefnuskrá sinni að reyna að kreista eins mikið og hægt er út úr starfsfólki sínu án þess að borga mannsæmandi laun og þau eru dugleg að koma þeim skilaboðum til óánægðra starfsmanna að nóg vinnuafl sé í landinu og að enginn sé ómissandi. Það er nú bara þannig að við eigum að láta okkur varða um það hvort allir lifi mannsæmandi lífi í þjóðfélagi okkar en ekki bara hluti okkar eða kannski bara við sjálf. Okkur koma aðrir við, eða er það ekki það sem við erum alltaf að reyna að kenna börnunum? Mér finnst að við séum að upplifa hnignunartímabil sem við verðum að sporna við. Við hljótum að vilja nýta okkur lýðræðislegan rétt og málfrelsi til þess til þess að hafa áhrif. Við viljum varla ferðast hundruðir ára afturábak til þess tíma þegar menn voru fangelsaðir og jafnvel drepnir fyrir þær sakir einar að hafa aðra skoðun en meirihlutinn. Hver og einn verður að hugsa sem svo að hann/hún hafi áhrif og að skoðanir okkar allra skipta máli. Hugsanir okkar eru engum til gagns ef við leyfum ekki öðrum að hlusta á þær og koma þannig af stað umræðum eða rökræðum sem geta haft þau áhrif að einhverjum eða einhverju verði breytt til betri vegar. Niðurstaða hugleiðinga minna er að Sjálfsstæðis- og Framsóknarflokkur verði að fara frá völdum. Það er hreinlega engum mönnum hollt að sitja of lengi að völdum, því þeir fara ósjálfrátt að telja sjálfum sér og öðrum trú um það að án þeirra séum við glötuð. En til þess að þessi draumur minn geti orðið að veruleika verðum við að hafa talsmann sem við trúum að geti breytt þeirri þróun sem við höfum búið við undanfarin ár. Slíkur talsmaður þarf að vera góðum gáfum gæddur, hann þarf að hafa óbilandi trú á sjálfum sér, hann þarf að vera ákveðinn án þess að vilja drottna yfir öðrum og að síðustu þarf hann að búa yfir miklum persónutöfrum og hæfileika til þess að ná til allra, því eins og við sem höfum fylgst með keppninni Idol Sjörnuleit vitum þá er ekki nóg að hafa mikla og góða hæfileika, þú verður að hafa útgeislun og persónutöfra sem ná að fanga fjöldann til þess að vinna. Þessi talsmaður er að mínu mati Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Formannskjör Samfylkingar - Elfa Birna Ólafsdóttir, leikskólakennari Þegar ég horfi yfir farinn veg núverandi ríkisstjórnar er mér efst í huga sú skoðanakúgun sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í stjórnartíð hennar. Hver hefur ekki upplifað það að vera kallaður neikvæður vegna þess eins að hafa aðra skoðun en hinir? Það er með ólíkindum hvað þessi sálfræðiklisja hefur náð að festa sig í sessi undanfarin ár. Fólki hefur beinlínis verið innprentað að það að hafa aðra skoðun sé neikvæðni og að viðkomandi sé nú hollast að vera jákvæðari. Þetta hefur að mínu mati orðið til þess að menn hafa hætt að segja sína skoðun til þess að falla í kramið og fá hinn eftirsótta jákvæðnistimpil. Ég er ansi hrædd um að margir geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er hættuleg þróun og hvert við stefnum ef við förum ekki að hugsa okkar gang, því ef einstaklingar hætta að hafa skoðanir á mönnum og málefnum verður til stöðnun og kúgun í þjóðfélaginu sem leiðir af sér að fáeinir menn ráða lögum og lofum í samfélagi okkar og aðrir þjóðfélagsþegnar verða bara áhorfendur að valdastríði þeirra og vaxandi ríkidæmi. Hinir ríku verða sífellt ríkari og hinir fátæku fátækari. Heiðarleiki, skoðanafrelsi, náungakærleikur, samviskusemi, umburðarlyndi, baráttuandi og svo mætti lengi telja hafa alls ekki átt upp á pallborðið í samfélagi okkar heldur aðeins sú hugsun að bæta eigin afkomu til að fjárfesta í stærri og betri eignum, eiga meiri og betri hluti en nágranninn og láta sér fátt um finnast um þá sem minna mega sín. Fyrirtækin hafa líka meira og minna efst á stefnuskrá sinni að reyna að kreista eins mikið og hægt er út úr starfsfólki sínu án þess að borga mannsæmandi laun og þau eru dugleg að koma þeim skilaboðum til óánægðra starfsmanna að nóg vinnuafl sé í landinu og að enginn sé ómissandi. Það er nú bara þannig að við eigum að láta okkur varða um það hvort allir lifi mannsæmandi lífi í þjóðfélagi okkar en ekki bara hluti okkar eða kannski bara við sjálf. Okkur koma aðrir við, eða er það ekki það sem við erum alltaf að reyna að kenna börnunum? Mér finnst að við séum að upplifa hnignunartímabil sem við verðum að sporna við. Við hljótum að vilja nýta okkur lýðræðislegan rétt og málfrelsi til þess til þess að hafa áhrif. Við viljum varla ferðast hundruðir ára afturábak til þess tíma þegar menn voru fangelsaðir og jafnvel drepnir fyrir þær sakir einar að hafa aðra skoðun en meirihlutinn. Hver og einn verður að hugsa sem svo að hann/hún hafi áhrif og að skoðanir okkar allra skipta máli. Hugsanir okkar eru engum til gagns ef við leyfum ekki öðrum að hlusta á þær og koma þannig af stað umræðum eða rökræðum sem geta haft þau áhrif að einhverjum eða einhverju verði breytt til betri vegar. Niðurstaða hugleiðinga minna er að Sjálfsstæðis- og Framsóknarflokkur verði að fara frá völdum. Það er hreinlega engum mönnum hollt að sitja of lengi að völdum, því þeir fara ósjálfrátt að telja sjálfum sér og öðrum trú um það að án þeirra séum við glötuð. En til þess að þessi draumur minn geti orðið að veruleika verðum við að hafa talsmann sem við trúum að geti breytt þeirri þróun sem við höfum búið við undanfarin ár. Slíkur talsmaður þarf að vera góðum gáfum gæddur, hann þarf að hafa óbilandi trú á sjálfum sér, hann þarf að vera ákveðinn án þess að vilja drottna yfir öðrum og að síðustu þarf hann að búa yfir miklum persónutöfrum og hæfileika til þess að ná til allra, því eins og við sem höfum fylgst með keppninni Idol Sjörnuleit vitum þá er ekki nóg að hafa mikla og góða hæfileika, þú verður að hafa útgeislun og persónutöfra sem ná að fanga fjöldann til þess að vinna. Þessi talsmaður er að mínu mati Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar