Sport

Björn í aðra umferð í Madrid

Tækvondó kappinn Björn Þorleifsson er við keppni á heimsmeistaramótinu í Madrid í dag og um helgina. Björn fer vel af stað í keppninni og lagði fyrsta andstæðing sinn 6-3, sem var Norðmaður að nafni Robert Honningsdalsnes. Hann er því kominn áfram í aðra umferð mótsins þar sem hann mun mæta Hollendingi. Björn keppir í veltivigt og hefur náð frábærum árangri í greininni undanfarið og vann meðal annars opna Bandaríska meistaramótið á dögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×