Erlent

Rekinn úr skóla vegna farða

Nemandi í framhaldsskóla í San Bernardino í Kaliforníu er ósáttur við að hafa verið vísað úr skóla. Hann segir ástæðuna þá að hann gengi um með varalit á vörum og farða í kinnum. Hann lítur svo á að hann hljóti að mega ganga þannig um ef stúlkurnar í skólanum mega það. Að auki tengist farðinn heiðingjatrú hans. Skólayfirvöld vilja ekki tjá sig um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×