Erlent

Höfnun yrði áfall fyrir Evrópu

Hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins, yrði það áfall fyrir sameinaða Evrópu. Þetta sagði Jacques Chirac Frakklandsforseti í sjónvarpskappræðum með ríflega áttatíu ungmennum í gærkvöldi. Chirac lét móðan mása um mikilvægi sameinaðrar Evrópu sem mótvægis við Bandaríkin, Kína og Indland. Hann lagði á það áherslu að hvorki væri verið að kjósa um innanríkismál né inngöngu Tyrkja í Evrópusambandið. Þegar þar að kæmi fengju kjósendur tækifæri til þess að segja hug sinn gagnvart þeim málum sérstaklega í þar til gerðum kosningum. Mótmælendur Evrópustefnu Chiracs gagnrýndu sjónvarpskappræðurnar í gær mjög. Sérstaklega var það gagnrýnt að Chirac skyldi ekki mæta pólitískum andstæðingum sínum heldur fá þess í stað hóp ungmenna til þess að leggja fyrir sig þægilegar spurningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×