Enn deilt um völdin í Íslandsbanka 20. apríl 2005 00:01 Enn og aftur er deilt um völdin í Íslandsbanka. Stærstu hluthafar bankans höfðu áhuga á að kaupa tryggingafélagið Sjóvá en einungis öðrum var boðið að samningaborðinu. Greiningadeild Landsbankans segir 26 milljarða afskaplega gott verð fyrir Sjóvá, svo ekki sé meira sagt. Það skiptir vissulega máli en engu að síður hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvers vegna ákveðið var að selja stjórnarmanni félagið þegar aðrir höfðu áhuga? Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir að Straumur hafi sýnt kaupunum áhuga. Þann 14. mars hafi stjórnin svo upplýst Straum um að ákveðnar þreifingar væru í gangi. „Mér finnst býsna skrítið síðan af þeirra hálfu að notfæra sér þær upplýsingar í þeim tilgangi að reyna að þvinga sig að samningaborði sem þeir eiga engan rétt á að koma að,“ segir Einar. Þórður Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri Straums, staðfestir að þeir hafi fengið að vita að fyrrnefndar hugmyndir væru á lofti um miðjan mars. Þeir hafi þá mótmælt þeirri hugmyndafræði sem bankinn hugðist viðhafa, að ræða við einn aðila, og sér í lagi einn af stærstu hluthöfum bankans. Straumur hafi í kjölfarið óskað eftir því að fá að sitja við sama borð og viðkomandi hluthafi og hafa ferlið gagnsætt. Nokkrum dögum síðar hafi forstjóri Íslandsbanka tjáð þeim að hætt hafi verið við að selja hlut bankans í Sjóvá. Einar segir að það hafi þótt góður kostur að selja Karli Wernerssyni og fjölskyldu vegna þess að þeirra hugmyndir um rekstur tryggingafélagsins samræmist hugmyndum Íslandsbanka. Aðspurður hvort hann telji að hagsmuna hluthafa hafi verið gætt við þessi kaup segir Einar svo fyllilega vera. Hvað sem líður hagsmunum hluthafa og deilum milli helstu eigenda þykir spekingum á fjármálamarkaði deginum ljósara að valdabarátta knúi vélina áfram. Með þessu hafi stjórn Íslandsbanka og forstjóri endanlega komið í veg fyrir yfirtöku Straums og í raun lokað bankanum fyrir Björgólfsfeðgum og viðskiptafélögum þeirra. Spyrjum samt að leikslokum. Innlent Viðskipti Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Enn og aftur er deilt um völdin í Íslandsbanka. Stærstu hluthafar bankans höfðu áhuga á að kaupa tryggingafélagið Sjóvá en einungis öðrum var boðið að samningaborðinu. Greiningadeild Landsbankans segir 26 milljarða afskaplega gott verð fyrir Sjóvá, svo ekki sé meira sagt. Það skiptir vissulega máli en engu að síður hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvers vegna ákveðið var að selja stjórnarmanni félagið þegar aðrir höfðu áhuga? Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir að Straumur hafi sýnt kaupunum áhuga. Þann 14. mars hafi stjórnin svo upplýst Straum um að ákveðnar þreifingar væru í gangi. „Mér finnst býsna skrítið síðan af þeirra hálfu að notfæra sér þær upplýsingar í þeim tilgangi að reyna að þvinga sig að samningaborði sem þeir eiga engan rétt á að koma að,“ segir Einar. Þórður Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri Straums, staðfestir að þeir hafi fengið að vita að fyrrnefndar hugmyndir væru á lofti um miðjan mars. Þeir hafi þá mótmælt þeirri hugmyndafræði sem bankinn hugðist viðhafa, að ræða við einn aðila, og sér í lagi einn af stærstu hluthöfum bankans. Straumur hafi í kjölfarið óskað eftir því að fá að sitja við sama borð og viðkomandi hluthafi og hafa ferlið gagnsætt. Nokkrum dögum síðar hafi forstjóri Íslandsbanka tjáð þeim að hætt hafi verið við að selja hlut bankans í Sjóvá. Einar segir að það hafi þótt góður kostur að selja Karli Wernerssyni og fjölskyldu vegna þess að þeirra hugmyndir um rekstur tryggingafélagsins samræmist hugmyndum Íslandsbanka. Aðspurður hvort hann telji að hagsmuna hluthafa hafi verið gætt við þessi kaup segir Einar svo fyllilega vera. Hvað sem líður hagsmunum hluthafa og deilum milli helstu eigenda þykir spekingum á fjármálamarkaði deginum ljósara að valdabarátta knúi vélina áfram. Með þessu hafi stjórn Íslandsbanka og forstjóri endanlega komið í veg fyrir yfirtöku Straums og í raun lokað bankanum fyrir Björgólfsfeðgum og viðskiptafélögum þeirra. Spyrjum samt að leikslokum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira