Sport

Chelsea og Arsenal skildu jöfn

Chelsea og Arsenal skildu jöfn, markalaus í ensku úrcalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld og færast Chelsea æ nær meistaratitlinum á Englandi. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn í liði Chelsea sem er nú með 11 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar 5 umferðir eru eftir. Everton vann óvæntan sigur á Man Utd, 1-0 á Goodison Park og eru enn með 3 stiga forskot í 3. sæti deildarinnar á Liverpool sem vann 2-1 sigur á Portsmouth í kvöld. Man Utd lauk leiknum tveimur leikmönnum færri eftir að Gary Neville og Paul Scholes fengu rautt spjald. Duncan Ferguson skoraði sigurmark Everton á meðan Fernando Morientes og Luis Garcia skoruðu fyrir Liverpool gegn Portsmouth. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem gerði markalaust jafntefli við Aston Villa. Vandræði Newcastle halda áfram en liðið tapaði fyrir botnliði Norwich í kvöld, 2-1. Chelsea er með 82 stig á toppnum eftir 33 leiki, Arsenal með 71 stig eftir 33 leiki, Man Utd með 67 stig eftir 33 leiki, Everton með 57 stig eftir 33 leiki og á leik til góða á Liverpool sem kemur 3 stigum á eftir í 5. sætinu. Úrslit kvöldsins. Aston Villa 0 - 0 Charlton  Man City 3 - 0 Birmingham  Norwich 2 - 1 Newcastle  Portsmouth 1 - 2 Liverpool  Tottenham 1 - 1 West Brom  Blackburn 1 - 0 Crystal Palace  Chelsea 0 - 0 Arsenal  Everton 1 - 0 Man Utd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×