Sport

Liverpool komið yfir

Fernando Morientes hefur komið Liverpool yfir gegn Portsmouth, 0-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en 8 leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld. Mark Liverpool kom á 4. mínútu en leikurinn hófst kl. 18.45. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea í stórleiknum gegn Arsenal og leikur sem fyrr á miðjunni með Didier Drogba fyrir framan sig einan í sókninni. Staðan þar er 0-0 en sá leikur hófst kl. 19.00 og hefur Robert Pires misnotað tvö dauðafæri fyrir Arsenal á fyrstu mínútunum. Hermann Hreiðarsson er að venju í byrjunaliði Charlton sem leikur á útivelli gegn Aston Villa og staðan þar er 0-0. Leikir kvöldsins Aston Villa - Charlton Man City - Birmingham Norwich - Newcastle Portsmouth - Liverpool Tottenham - W.B.A. Blackburn - Crystal Palace Chelsea - Arsenal Everton - Man Utd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×