Viðskipti innlent

Enn fækkar í Kauphöllinni

Enn fækkar skráðum félögum í Kauphöll Íslands með kaupum Atorku á 65 prósenta hlut í Austurbakka fyrr rúman hálfan milljarð. Kaupendur munu gera öðrum eigendum yfirtökutilboð og væntanlega afskrá félagið úr Kauphöllinni í sumar. Útgerðarfélagið Samherji er einnig að gera yfirtökutilboð og stefnir að afskráningu í sumar. Eftir það verða aðeins 29 fyrirtæki skráð í Kauphöllinni. Minna verður þó afskráð í ár en í fyrra þegar fjórtán fyrirtæki hurfu þaðan. Það sem af er árinu hafa þrjú félög verið afskráð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×