Innlent

Opið í Bláfjöllum og Skálafelli

Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru opin. Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli til klukkan 21 í kvöld. Þar er skafheiður himinn, sólskin, logn og fjögurra stiga hiti. Færið er gott og stólalyftan í Kóngsgili er í gangi í Bláfjöllum sem og diskalyftur. Í Skálafelli eru allar lyftur opnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×