Innlent

Sigsteinn gefur Rauða krossinum

Sigsteinn Pálsson, sem um áratugaskeið var bóndi á Blikastöðum en býr nú í hárri elli á dvalarheimilinu Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, lét gott af sér leiða á dögunum. Hann fagnaði aldar afmæli sínu með mikilli veislu í félagsheimilinu Hlégarði og hvatti gesti til að gefa peninga í söfnunarbauk Rauða krossins í stað þess að gefa honum gjafir. Gestir voru á fjórða hundrað og stungu þeir samtals 150 þúsund krónum í baukinn góða sem koma sér að vonum vel í fjölbreyttu og víðtæku hjálparstarfi samtakanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×