Innlent

Greiðslur jukust um milljarð

Þær námu rúmum sex milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins. Foreldrar sem fengu greiðslur úr sjóðnum voru hins vegar um eitt hundrað færri á síðasta ári borið saman við árið 2003. Hækkun orlofsupphæðar milli ára var að meðaltali um tíu þúsund krónur, fór úr rúmum 170 þúsundum í rúm 180 þúsund. Um síðustu áramót varð sú breyting á lögum um Fæðingarorlofssjóð að mánaðarleg greiðsla til foreldris í fullu orlofi getur hæst orðið 480 þúsund eða 80 prósent af 600 þúsund króna meðallaunum. Á milli áranna 2003 og 2004 fjölgaði foreldrum með hærri tekjur en 600 þúsund . Fram kemur mikill launamunur milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Aðeins tveir af 66 foreldrum með 600 þúsund króna meðallaun á mánuði eða hærri í fyrra áttu heima utan höfuðborgarsvæðisins og áberandi er að meðalgreiðslur eru umtalsvert lægri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Meðalgreiðslur til karla í Reykjavík voru um 250 þúsund krónur en 164 þúsund til reykvískra kvenna. Karlar á landsbyggðinni fá um 230 þúsund en konur um 130 þúsund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×