Erlent

Rannsóknin á morðinu á Hariri víkkuð út

Líbani með veggspjöld af Hariri.
Líbani með veggspjöld af Hariri. MYND/AP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að víkka út rannsóknina á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Hins vegar var ekki samþykkt að setja á laggirnar alþjóðlegan dómstól í tengslum við málið, eins og líbönsk stjórnvöld óskuðu eftir. Sýrlendingar hafa verið ásakaðir um morðið á Hariri, sem drepinn var í febrúar síðastliðnum, en hafa ávallt neitað allri aðild að því. Öryggisráðið lýsti í gær yfir áhyggjum sínum yfir því hve ósamvinnufúsir Sýrlendingar eru við rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×