Innflytjendum mismunað eftir stöðu 28. maí 2005 00:01 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur segir Íslendinga gera mismunandi kröfur til íslenskukunnáttu innflytjenda eftir menntun og stöðu þeirra í samfélaginu. Hún veltir því fyrir sér hvort sú ofuráhersla sem lögð er á íslenskuna, sé ekki enn einn þröskuldurinn í vegi þess að innflytjendur verði fullgildir þátttakendur í samfélaginu og í raun hluti af stéttskiptingu þess. Þessa vangaveltur Guðrúnar komu fram á málþingi um reynslu innflytjenda á Íslandi sem haldið var í húsakynnum Reykjavíkurakademíunnar í gær. Guðrún sem sjálf bjó víða í Mið-Austurlöndum um tíu ára skeið spyr hvort krafan um íslenskukunnáttu sé ekki í raun leið íslenska samfélagsins til að hafa stjórn á innflytjendum. "Mér finnst þetta viðhorf til dæmis endurspeglast í því að íslensk stjórnvöld leggja enga sérstaka áherslu á að gera innflytjendum kleift að læra málið en krefjast þess samt að þeir kunni það", segir hún. Og hún fullyrðir að samfélagið geri mjög mismunandi kröfur til íslenskukunnáttu innflytjenda eftir stétt og stöðu. "Ég þekki hámenntaða útlendinga sem eru í góðum stöðum hér og verð ekki vör við að þess sé krafist að þeir tali íslensku. Svo hef ég unnið á sjúkrahúsi með mörgum innflytjendum og þar var sífellt verið að gera athugasemdir við að þeir töluðu ekki íslensku. Ég leyfi mér því að efast um að þessi áhersla á íslenskukunnáttuna sé sett fram til að fólkinu líði betur, heldur einfaldlega til að hafa betri stjórn á því". Guðrún bendir líka á að yfirleitt sé ekki nóg að innflytjendur tali íslensku heldur þurfi þeir helst að tala fullkomna íslensku til að mark sé tekið á þeim. "Samt vitum við að fyrsta kynslóð innflytjenda mun aldrei geta talað fullkomna íslensku en börnin þeirra munu gera það". Og hún spyr hvort ekki sé kominn tími til að horfa frekar á hæfileika þess fólks sem hingað kemur í stað þess að einblína á þá hluti sem það getur ekki. Fréttir Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur segir Íslendinga gera mismunandi kröfur til íslenskukunnáttu innflytjenda eftir menntun og stöðu þeirra í samfélaginu. Hún veltir því fyrir sér hvort sú ofuráhersla sem lögð er á íslenskuna, sé ekki enn einn þröskuldurinn í vegi þess að innflytjendur verði fullgildir þátttakendur í samfélaginu og í raun hluti af stéttskiptingu þess. Þessa vangaveltur Guðrúnar komu fram á málþingi um reynslu innflytjenda á Íslandi sem haldið var í húsakynnum Reykjavíkurakademíunnar í gær. Guðrún sem sjálf bjó víða í Mið-Austurlöndum um tíu ára skeið spyr hvort krafan um íslenskukunnáttu sé ekki í raun leið íslenska samfélagsins til að hafa stjórn á innflytjendum. "Mér finnst þetta viðhorf til dæmis endurspeglast í því að íslensk stjórnvöld leggja enga sérstaka áherslu á að gera innflytjendum kleift að læra málið en krefjast þess samt að þeir kunni það", segir hún. Og hún fullyrðir að samfélagið geri mjög mismunandi kröfur til íslenskukunnáttu innflytjenda eftir stétt og stöðu. "Ég þekki hámenntaða útlendinga sem eru í góðum stöðum hér og verð ekki vör við að þess sé krafist að þeir tali íslensku. Svo hef ég unnið á sjúkrahúsi með mörgum innflytjendum og þar var sífellt verið að gera athugasemdir við að þeir töluðu ekki íslensku. Ég leyfi mér því að efast um að þessi áhersla á íslenskukunnáttuna sé sett fram til að fólkinu líði betur, heldur einfaldlega til að hafa betri stjórn á því". Guðrún bendir líka á að yfirleitt sé ekki nóg að innflytjendur tali íslensku heldur þurfi þeir helst að tala fullkomna íslensku til að mark sé tekið á þeim. "Samt vitum við að fyrsta kynslóð innflytjenda mun aldrei geta talað fullkomna íslensku en börnin þeirra munu gera það". Og hún spyr hvort ekki sé kominn tími til að horfa frekar á hæfileika þess fólks sem hingað kemur í stað þess að einblína á þá hluti sem það getur ekki.
Fréttir Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira