Klámvæðingin heldur áfram 29. júní 2005 00:01 Aukin klámvæðing á Íslandi - Kristín Tómasdóttir sálfræðinemi Átta ára vinur minn kom alsæll heim af fótboltanámskeiði í dag með fótboltablað meðferðis. Ég fletti "áhugasöm" í gegnum blaðið sem virtist fullt af fróðleik um fótbolta. Á síðustu blaðsíðunni rak ég upp stór augu en þar birtist heilsíðuauglýsing fyrir nektarstaðinn fræga Goldfinger þar sem boðið er upp á stúlkur (líkt og um nautasteik væri að ræða) og flott koníak. Mér ofbauð og ekki í fyrsta sinn. Strippstaðir eru niðurlægjandi fyrir konur. Strippstaðir selja líkama kvenna í þeirri merkingu að karlmenn borga fyrir að sjá í bert holdið. Þetta er staðreynd sem mér finnst þessi þjóð ekki gera sér grein fyrir. Þetta er staðreynd sem alþýðan sættir sig bara við. Ég dauðskammast mín fyrir það að litla Ísland geti ekki verið sjálfstæðari en svo að strippstaðir teljist sjálfsagðir veitingastaðir og fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum kynjanna. Það þarf enginn að segja mér það að þetta blað hefði ekki komist í prentun nema með innkomu auglýsingaverðs Goldfinger auglýsingarinnar. Fótboltablað. Hver er markhópurinn? Karlmenn yfir 22 ára? Já, mögulega en einnig drengir og stúlkur undir 22 ára! Átta ára vinur minn kann að lesa, hann les fótboltablaðið sitt upp til agna og hvaða skilaboð fær hann? Jú, það er ósköp eðlilegt að borga pening fyrir það að sjá nakta konu og fá sér svo koníak í kaupbæti. Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að reka það ofan í fólk að dreifing á klámi er bönnuð með lögum á Íslandi. Hvernig í ósköpunum stendur á því að fjölmiðlar fjalla um dreifingu Skjás eins á klámi og svo er það bara búið mál og Skjár einn mun eflaust dreifa klámi eins lengi og sjónvarpsstöðinni hentar að dreifa klámi. Klám er ofbeldi. Klám sýnir oftar en ekki valdaníðslu karla gagnvart konum, óheilbrigt kynlíf, niðurlægjandi framkomu og ranga sýn á kynhvöt karla og kvenna. Fórnarlömb vændis hafa sagt að vændi sé eitt, en um leið og vændið sé komið í dreifingu og líkaminn og athafnir dreifast um veraldarvefinn án þess að nokkur ráði neitt við neitt þá sé staðan orðin óbærileg. Konur hafa enga þörf fyrir það að selja líkama sinn. Það velur sér engin kona að selja líkama sinn nema hún sé búin að missa alla virðingu gagnvart honum af einhverjum ástæðum eða í neyð. Klám er ein birtingamynd sölu kvenlíkamans og nú ætlar Skjár einn að dreifa því. Baráttan gegn klámi og vændi er einn mikilvægasti vængur jafnréttisbaráttunnar. Til þess að ná jafnrétti hér á landi verðum við að vera meðvituð um allar hliðar, þar með talið klám og vændi. Ég skora á félagsmálaráðherra, eftir kröfugerðina sem hann fékk afhenta hinn 19. júni á Þingvöllum, til þess að taka orð íslenskra kvennasamtaka alvarlega og gera allt sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að ríkisfyrirtæki dreifi klámi. Ég skora á Landlækni til þess að láta í sér heyra enda hefur þörfin sjaldan verið meiri en nú til þess að vinna gegn klámvæðingunni. Ég skora á lögregluna, saksóknara og löggjafarvaldið í heild sinni til þess að virða lög okkar um dreifingu á klámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Aukin klámvæðing á Íslandi - Kristín Tómasdóttir sálfræðinemi Átta ára vinur minn kom alsæll heim af fótboltanámskeiði í dag með fótboltablað meðferðis. Ég fletti "áhugasöm" í gegnum blaðið sem virtist fullt af fróðleik um fótbolta. Á síðustu blaðsíðunni rak ég upp stór augu en þar birtist heilsíðuauglýsing fyrir nektarstaðinn fræga Goldfinger þar sem boðið er upp á stúlkur (líkt og um nautasteik væri að ræða) og flott koníak. Mér ofbauð og ekki í fyrsta sinn. Strippstaðir eru niðurlægjandi fyrir konur. Strippstaðir selja líkama kvenna í þeirri merkingu að karlmenn borga fyrir að sjá í bert holdið. Þetta er staðreynd sem mér finnst þessi þjóð ekki gera sér grein fyrir. Þetta er staðreynd sem alþýðan sættir sig bara við. Ég dauðskammast mín fyrir það að litla Ísland geti ekki verið sjálfstæðari en svo að strippstaðir teljist sjálfsagðir veitingastaðir og fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum kynjanna. Það þarf enginn að segja mér það að þetta blað hefði ekki komist í prentun nema með innkomu auglýsingaverðs Goldfinger auglýsingarinnar. Fótboltablað. Hver er markhópurinn? Karlmenn yfir 22 ára? Já, mögulega en einnig drengir og stúlkur undir 22 ára! Átta ára vinur minn kann að lesa, hann les fótboltablaðið sitt upp til agna og hvaða skilaboð fær hann? Jú, það er ósköp eðlilegt að borga pening fyrir það að sjá nakta konu og fá sér svo koníak í kaupbæti. Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að reka það ofan í fólk að dreifing á klámi er bönnuð með lögum á Íslandi. Hvernig í ósköpunum stendur á því að fjölmiðlar fjalla um dreifingu Skjás eins á klámi og svo er það bara búið mál og Skjár einn mun eflaust dreifa klámi eins lengi og sjónvarpsstöðinni hentar að dreifa klámi. Klám er ofbeldi. Klám sýnir oftar en ekki valdaníðslu karla gagnvart konum, óheilbrigt kynlíf, niðurlægjandi framkomu og ranga sýn á kynhvöt karla og kvenna. Fórnarlömb vændis hafa sagt að vændi sé eitt, en um leið og vændið sé komið í dreifingu og líkaminn og athafnir dreifast um veraldarvefinn án þess að nokkur ráði neitt við neitt þá sé staðan orðin óbærileg. Konur hafa enga þörf fyrir það að selja líkama sinn. Það velur sér engin kona að selja líkama sinn nema hún sé búin að missa alla virðingu gagnvart honum af einhverjum ástæðum eða í neyð. Klám er ein birtingamynd sölu kvenlíkamans og nú ætlar Skjár einn að dreifa því. Baráttan gegn klámi og vændi er einn mikilvægasti vængur jafnréttisbaráttunnar. Til þess að ná jafnrétti hér á landi verðum við að vera meðvituð um allar hliðar, þar með talið klám og vændi. Ég skora á félagsmálaráðherra, eftir kröfugerðina sem hann fékk afhenta hinn 19. júni á Þingvöllum, til þess að taka orð íslenskra kvennasamtaka alvarlega og gera allt sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að ríkisfyrirtæki dreifi klámi. Ég skora á Landlækni til þess að láta í sér heyra enda hefur þörfin sjaldan verið meiri en nú til þess að vinna gegn klámvæðingunni. Ég skora á lögregluna, saksóknara og löggjafarvaldið í heild sinni til þess að virða lög okkar um dreifingu á klámi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun