Klámvæðingin heldur áfram 29. júní 2005 00:01 Aukin klámvæðing á Íslandi - Kristín Tómasdóttir sálfræðinemi Átta ára vinur minn kom alsæll heim af fótboltanámskeiði í dag með fótboltablað meðferðis. Ég fletti "áhugasöm" í gegnum blaðið sem virtist fullt af fróðleik um fótbolta. Á síðustu blaðsíðunni rak ég upp stór augu en þar birtist heilsíðuauglýsing fyrir nektarstaðinn fræga Goldfinger þar sem boðið er upp á stúlkur (líkt og um nautasteik væri að ræða) og flott koníak. Mér ofbauð og ekki í fyrsta sinn. Strippstaðir eru niðurlægjandi fyrir konur. Strippstaðir selja líkama kvenna í þeirri merkingu að karlmenn borga fyrir að sjá í bert holdið. Þetta er staðreynd sem mér finnst þessi þjóð ekki gera sér grein fyrir. Þetta er staðreynd sem alþýðan sættir sig bara við. Ég dauðskammast mín fyrir það að litla Ísland geti ekki verið sjálfstæðari en svo að strippstaðir teljist sjálfsagðir veitingastaðir og fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum kynjanna. Það þarf enginn að segja mér það að þetta blað hefði ekki komist í prentun nema með innkomu auglýsingaverðs Goldfinger auglýsingarinnar. Fótboltablað. Hver er markhópurinn? Karlmenn yfir 22 ára? Já, mögulega en einnig drengir og stúlkur undir 22 ára! Átta ára vinur minn kann að lesa, hann les fótboltablaðið sitt upp til agna og hvaða skilaboð fær hann? Jú, það er ósköp eðlilegt að borga pening fyrir það að sjá nakta konu og fá sér svo koníak í kaupbæti. Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að reka það ofan í fólk að dreifing á klámi er bönnuð með lögum á Íslandi. Hvernig í ósköpunum stendur á því að fjölmiðlar fjalla um dreifingu Skjás eins á klámi og svo er það bara búið mál og Skjár einn mun eflaust dreifa klámi eins lengi og sjónvarpsstöðinni hentar að dreifa klámi. Klám er ofbeldi. Klám sýnir oftar en ekki valdaníðslu karla gagnvart konum, óheilbrigt kynlíf, niðurlægjandi framkomu og ranga sýn á kynhvöt karla og kvenna. Fórnarlömb vændis hafa sagt að vændi sé eitt, en um leið og vændið sé komið í dreifingu og líkaminn og athafnir dreifast um veraldarvefinn án þess að nokkur ráði neitt við neitt þá sé staðan orðin óbærileg. Konur hafa enga þörf fyrir það að selja líkama sinn. Það velur sér engin kona að selja líkama sinn nema hún sé búin að missa alla virðingu gagnvart honum af einhverjum ástæðum eða í neyð. Klám er ein birtingamynd sölu kvenlíkamans og nú ætlar Skjár einn að dreifa því. Baráttan gegn klámi og vændi er einn mikilvægasti vængur jafnréttisbaráttunnar. Til þess að ná jafnrétti hér á landi verðum við að vera meðvituð um allar hliðar, þar með talið klám og vændi. Ég skora á félagsmálaráðherra, eftir kröfugerðina sem hann fékk afhenta hinn 19. júni á Þingvöllum, til þess að taka orð íslenskra kvennasamtaka alvarlega og gera allt sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að ríkisfyrirtæki dreifi klámi. Ég skora á Landlækni til þess að láta í sér heyra enda hefur þörfin sjaldan verið meiri en nú til þess að vinna gegn klámvæðingunni. Ég skora á lögregluna, saksóknara og löggjafarvaldið í heild sinni til þess að virða lög okkar um dreifingu á klámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Aukin klámvæðing á Íslandi - Kristín Tómasdóttir sálfræðinemi Átta ára vinur minn kom alsæll heim af fótboltanámskeiði í dag með fótboltablað meðferðis. Ég fletti "áhugasöm" í gegnum blaðið sem virtist fullt af fróðleik um fótbolta. Á síðustu blaðsíðunni rak ég upp stór augu en þar birtist heilsíðuauglýsing fyrir nektarstaðinn fræga Goldfinger þar sem boðið er upp á stúlkur (líkt og um nautasteik væri að ræða) og flott koníak. Mér ofbauð og ekki í fyrsta sinn. Strippstaðir eru niðurlægjandi fyrir konur. Strippstaðir selja líkama kvenna í þeirri merkingu að karlmenn borga fyrir að sjá í bert holdið. Þetta er staðreynd sem mér finnst þessi þjóð ekki gera sér grein fyrir. Þetta er staðreynd sem alþýðan sættir sig bara við. Ég dauðskammast mín fyrir það að litla Ísland geti ekki verið sjálfstæðari en svo að strippstaðir teljist sjálfsagðir veitingastaðir og fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum kynjanna. Það þarf enginn að segja mér það að þetta blað hefði ekki komist í prentun nema með innkomu auglýsingaverðs Goldfinger auglýsingarinnar. Fótboltablað. Hver er markhópurinn? Karlmenn yfir 22 ára? Já, mögulega en einnig drengir og stúlkur undir 22 ára! Átta ára vinur minn kann að lesa, hann les fótboltablaðið sitt upp til agna og hvaða skilaboð fær hann? Jú, það er ósköp eðlilegt að borga pening fyrir það að sjá nakta konu og fá sér svo koníak í kaupbæti. Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að reka það ofan í fólk að dreifing á klámi er bönnuð með lögum á Íslandi. Hvernig í ósköpunum stendur á því að fjölmiðlar fjalla um dreifingu Skjás eins á klámi og svo er það bara búið mál og Skjár einn mun eflaust dreifa klámi eins lengi og sjónvarpsstöðinni hentar að dreifa klámi. Klám er ofbeldi. Klám sýnir oftar en ekki valdaníðslu karla gagnvart konum, óheilbrigt kynlíf, niðurlægjandi framkomu og ranga sýn á kynhvöt karla og kvenna. Fórnarlömb vændis hafa sagt að vændi sé eitt, en um leið og vændið sé komið í dreifingu og líkaminn og athafnir dreifast um veraldarvefinn án þess að nokkur ráði neitt við neitt þá sé staðan orðin óbærileg. Konur hafa enga þörf fyrir það að selja líkama sinn. Það velur sér engin kona að selja líkama sinn nema hún sé búin að missa alla virðingu gagnvart honum af einhverjum ástæðum eða í neyð. Klám er ein birtingamynd sölu kvenlíkamans og nú ætlar Skjár einn að dreifa því. Baráttan gegn klámi og vændi er einn mikilvægasti vængur jafnréttisbaráttunnar. Til þess að ná jafnrétti hér á landi verðum við að vera meðvituð um allar hliðar, þar með talið klám og vændi. Ég skora á félagsmálaráðherra, eftir kröfugerðina sem hann fékk afhenta hinn 19. júni á Þingvöllum, til þess að taka orð íslenskra kvennasamtaka alvarlega og gera allt sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að ríkisfyrirtæki dreifi klámi. Ég skora á Landlækni til þess að láta í sér heyra enda hefur þörfin sjaldan verið meiri en nú til þess að vinna gegn klámvæðingunni. Ég skora á lögregluna, saksóknara og löggjafarvaldið í heild sinni til þess að virða lög okkar um dreifingu á klámi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun