Sport

Neville varar félaga sína við

Hinn reyndi varnarmaður Manchester United, Gary Neville, sagði í samtali við Manchester United TV að leikmenn liðsins þyrftu alvarlega að athuga sinn gang ef þeir ætluðu sér að eiga sæti í liðinu í framtíðinni, eftir að liðið hlaut háðlega útreið gegn botnliði Norwich um helgina. "Leikmenn liðsins að mér meðtöldum, verða að líta í eigin barm og skoða hvað þeir geta gert betur inni á vellinum. Það er skylda okkar að standa okkur í hverjum leik og skila góðum úrslitum. Ef við gerum það ekki erum við að bregðast stuðningsmönnum okkar og við getum ekki látið hluti eins og tapið gegn Norwich um helgina viðgangast. Við þurfum að halda uppi heiðri félagsins og því verða allir að taka sig rækilega á ef þeir ætla ekki að verða hreinlega settir út í kuldann," sagði Neville, en hann fékk það hlutverk að svara fyrir hörmungina um helgina, því knattspyrnustjórinn neitaði að tala við fjölmiðla eftir tapið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×