Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gengst undir hjartaaðgerð einhvern tíma á næstu tveimur til þremur vikum. Þá verður reynt að loka litlu gati í veggjum hjartans sem talið er að hafi verið ástæðan fyrir áfallinu sem hann varð fyrir átjánda desember síðastliðinn.
Þá var Sharon fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús en jafnaði sig fljótt. Læknar Sharons segja að hann jafni sig að fullu eftir aðgerðina og hjartaáfallið.
Skoðanakannanir sem voru gerðar í kjölfar hjartaáfalls Sharons gefa til kynna að það hafi ekki dregið úr líkum hans á að standa uppi sem sigurvegari eftir kosningar í mars á næsta ári.