Leyft að veiða meiri ýsu og ufsa 6. júní 2005 00:01 Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að veiðar úr þorskstofninum verði minnkaðar um sjö þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri LÍÚ er sama sinnis og fagnar auknum veiðiheimildum á ýsu og ufsa. Ekki hefur tekist að stækka þorskstofninn eins og stefnt hefur verið að. Hafrannsóknarstofnunin leggur því til að aflahámark þorksins á næsta fiskveiðiári verði 198 þúsund tonn sem er minnkun um sjö þúsund tonn. Á móti er lagt til að kvóti ýsu verði aukinn um 15 þúsund tonn og kvóti ufsa verði aukinn um 10 þúsund tonn. Aðspurður hvað skýrslan segi um ástand fiskistofna segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, að það sé almennt nokkuð gott. Þorskstofninn sé að braggast þó svo að hann hafi viljað sjá meiri bata. Náðst hafi árangur síðustu árin m.a. með styrkingu hrygningarstofnsins en áhyggjur manna snúist um samsetningu hans og stofnunin telji að það þurfi að skoða hana sérstaklega. Aukin hlýindi eru talin vera helstu áhrifaþættir fyrir styrk ýsunnar og ufsans. Eins hefur stofn skötuselsins og síldarinnar stækkað. En valda hlýindin því að aðrir stofnar minnki? Jóhann segir að hlýviðriseinkenni geti að sjálfsögðu haft neikvæð áhrif á aðra stofna. Í því sambandi hafi menn mestar áhyggjur af loðnunni sem sé kaldsjávartegund. Ef það hitni enn meira en á undanförnum misserum fari menn að hafa áhyggjur af því að loðnan verði ekki sá mikilvægi þáttur í vistkerfinu hér við landi sem hún hafi verið. Ekki hefur tekist að mæla stofnstærð loðnunnar sem er helsta fæða þorsksins og mun Hafrannsóknarstofnunin ekki mæla fyrir um opnun loðnuvertíðar fyrr en þær mælingar takast. En hvaða afleiðingar hafa þessar veiðiheimildir fyrir þjóðarbúið? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að útlit sé fyrir að þær komi vel út í heildina fjárhagslega en auðvitað sé það misjafnt eftir einstökum útgerðum. Fjárhagslegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið verði hins vegar ekki miklar. Friðrik segir enn fremur að það séu viss vonbrigði að þorskkvótann þurfi að minnka. Hins vegar sé gríðarmikill vöxtur í ýsunni og það hafi aldrei verið jafnmikið veitt af henni og verði gert á næsta ári. Þá aukist ufsakvótinn en aðrir stofnar séu flestir á svipuðu róli og í fyrra. Aðspurður hvort allir geti verið sammála því að nauðsynlegt sé að draga úr þorskveiðunum segir Friðrik að svo sé ekki. Sumir vilji veiða meira og haldi að allt bjargist með því. Íslendingar hafi veitt of mikið síðustu 50 árin og nú séu þeir að súpa seyðið af því. Kenningin um að veiða meira hafi verið prófuð en hún gangi ekki upp og þess vegna séu menn í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að veiðar úr þorskstofninum verði minnkaðar um sjö þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri LÍÚ er sama sinnis og fagnar auknum veiðiheimildum á ýsu og ufsa. Ekki hefur tekist að stækka þorskstofninn eins og stefnt hefur verið að. Hafrannsóknarstofnunin leggur því til að aflahámark þorksins á næsta fiskveiðiári verði 198 þúsund tonn sem er minnkun um sjö þúsund tonn. Á móti er lagt til að kvóti ýsu verði aukinn um 15 þúsund tonn og kvóti ufsa verði aukinn um 10 þúsund tonn. Aðspurður hvað skýrslan segi um ástand fiskistofna segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, að það sé almennt nokkuð gott. Þorskstofninn sé að braggast þó svo að hann hafi viljað sjá meiri bata. Náðst hafi árangur síðustu árin m.a. með styrkingu hrygningarstofnsins en áhyggjur manna snúist um samsetningu hans og stofnunin telji að það þurfi að skoða hana sérstaklega. Aukin hlýindi eru talin vera helstu áhrifaþættir fyrir styrk ýsunnar og ufsans. Eins hefur stofn skötuselsins og síldarinnar stækkað. En valda hlýindin því að aðrir stofnar minnki? Jóhann segir að hlýviðriseinkenni geti að sjálfsögðu haft neikvæð áhrif á aðra stofna. Í því sambandi hafi menn mestar áhyggjur af loðnunni sem sé kaldsjávartegund. Ef það hitni enn meira en á undanförnum misserum fari menn að hafa áhyggjur af því að loðnan verði ekki sá mikilvægi þáttur í vistkerfinu hér við landi sem hún hafi verið. Ekki hefur tekist að mæla stofnstærð loðnunnar sem er helsta fæða þorsksins og mun Hafrannsóknarstofnunin ekki mæla fyrir um opnun loðnuvertíðar fyrr en þær mælingar takast. En hvaða afleiðingar hafa þessar veiðiheimildir fyrir þjóðarbúið? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að útlit sé fyrir að þær komi vel út í heildina fjárhagslega en auðvitað sé það misjafnt eftir einstökum útgerðum. Fjárhagslegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið verði hins vegar ekki miklar. Friðrik segir enn fremur að það séu viss vonbrigði að þorskkvótann þurfi að minnka. Hins vegar sé gríðarmikill vöxtur í ýsunni og það hafi aldrei verið jafnmikið veitt af henni og verði gert á næsta ári. Þá aukist ufsakvótinn en aðrir stofnar séu flestir á svipuðu róli og í fyrra. Aðspurður hvort allir geti verið sammála því að nauðsynlegt sé að draga úr þorskveiðunum segir Friðrik að svo sé ekki. Sumir vilji veiða meira og haldi að allt bjargist með því. Íslendingar hafi veitt of mikið síðustu 50 árin og nú séu þeir að súpa seyðið af því. Kenningin um að veiða meira hafi verið prófuð en hún gangi ekki upp og þess vegna séu menn í þeirri stöðu sem þeir eru í núna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira