Innlent

Reykjavíkurflugvöllur opinn á ný

Þokunni sem legið hefur yfir Reykjavík síðustu daga hefur nú létt og Reykjavíkurflugvöllur er því opinn á ný. Flug hefur gengið brösuglega undanfarna daga og hafa farþegar mátt fara með rútum til og frá Keflavík en þaðan hefir verið flogið til áfangastaða innanlands. Skilyrði hafa nú batnað í borginni og gengur flug samkvæmt áætlun. Um 1500 farþegar eru bókaðir í flug í dag og er gert ráð fyrir að hægt verði að koma þeim öllum á áfangastað án mikillar röskunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×