Innlent

Skýrslutaka fyrir sunnan

Stjórnendur GT verktaka verða á næstunni kallaðir til skýrslutöku á vegum Sýslumannsins á Seyðisfirði. Marteinn Magnússon, lögmaður GT verktaka, segir óskað eftir því að skýrslutakan fari fram fyrir sunnan þar sem erfitt og dýrt sé að senda mikinn mannskap austur og á von á að það gangi eftir. Sýslumannsembættið hefur að undanförnu verið að rannsaka kaup GT verktaka á akstursþjónustu frá Lettlandi en embættinu barst ábending frá Vinnumálastofnun fyrir nokkrum vikum um ólöglega fólksflutninga á Kárahnjúkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×