Sport

Alonso býst við meiri keppni

Fernando Alonso segist handviss um að keppinautar Renault muni bæta sig mikið í næstu keppnum og nefnir þar helst lið Ferrari. "Við höfum byrjað vel, en hin liðin munu sækja hart að okkur og taka sér hluti sem við höfum verið að gera til fyrirmyndar. Ég hef fulla trú á að Ferrari liðið eigi eftir að sækja hart að okkur. Þeir eru með nýjan bíl sem lofar góðu og þeir eru með lið sem verður alltaf nálægt toppnum. Ég vona svo sannarlega að þessi forysta sem við höfum náð í ár komi okkur til góða, en ég held að við komum ekki til með að stinga neitt af, þó við getum vissulega bætt okkur eitthvað," sagði Spánverjinn ungi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×