Erlent

Þrír Palestínumenn særðust á Vesturbakkanum

MYND/AP

Þrír særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hóp palestínskra mótmælenda í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Tveir mannanna eru alvarlega særðir, að sögn palestínskra sjúkraflutningamanna. Talsmaður Ísraelshers neitaði í morgun að staðfesta skotárásina en sagði hins vegar að tveir hermenn hafi særst af völdum einhvers konar sprengna sem kastað hafi verið í áttina að þeim í átökunum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×