Erlent

Sosoliso svipt flugleyfi

Mæður syrgja börn sín sem fórust í flugslysinu.
Mæður syrgja börn sín sem fórust í flugslysinu. MYND/AP

Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, tilkynnti rétt í þessu að flugfélagið Sosoliso hefði verið svipt flugleyfi. Flugvél félagsins hrapaði í Port Harcourt síðasta laugardag og þá létust 106.

Forsetinn sagði að félagið mætti ekki halda áfram flugþjónustu fyrr en tryggt væri að allar flugvélar félagsins uppfylltu öryggisreglur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×