Erlent

Óeirðir í Sidney annan daginn í röð

Sjö slösuðust og tugir bíla voru eyðilagðir í óeirðum sem geisuðu í Sidney í Ásralíu í gærkvöldi, annað kvöldið í röð. Ólætin byrjuðu á sunnudagseftirmiðdag þegar um 5000 manns gerðu aðsúg að hópi fólks af arabískum uppruna. Um kvöldið svöruðu innflytjendurnir fyrir sig með því að eyðileggja bíla og í gærkvöld æstist svo leikurinn þar sem menn börðust með kylfum og köstuðu grjóti. Óttast er að óeirðunum sé hvergi nærri lokið en þær þykja minna á lætin sem geisuðu í Frakklandi nýverið þar sem innflytjendur fóru um, kvöld eftir kvöld, og eyðilögðu bíla í hundraða tali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×