Viðskipti innlent

Síminn kvartar vegna Og1

Landssími Íslands hefur kvartað til Samkeppnisstofnunar yfir auglýsingum vegna Og1, nýrrar þjónustu Og Vodafone. Landssíminn telur að auglýsingar vegna Og1 séu ólögmætar því óheimilt sé að gefa til kynna í auglýsingum eða með öðrum hætti að þjónusta fyrirtækis sé að kostnaðarlausu ef greiða þarf fyrir einhvern þátt þjónustunnar. Og Vodafone segist í tilkynningu um málið undrast kvörtun Landssímans því ofuráhersla hafi verið lögð á að gera auglýsingar vegna Og1 skilmerkilegar og nákvæmar svo notendur væru ekki í vafa um að hvers konar þjónusta væri í boði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×