Erlent

Krefjast afsagnar forseta Ekvadors

Þúsundir mótmælenda hópuðust saman á götum stærstu borgar Ekvador í gær og fóru fram á afsögn Lucio Gutierrez, forseta landsins. Mótmælendur hentu steinum og öðru lauslegu í átt að lögreglumönnum sem svöruðu með því að skjóta úr loftrifflum. Mótmælin hófust fyrir fimm dögum og hafa stigmagnast. Þingið í Ekvador lét leysa upp hluta af hæstarétti landsins á sunnudaginn í þeirri von að mótmælum yrði hætt en sú hefur ekki orðið raunin og ef eitthvað er hafa mótmælendur eflst í aðgerðum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×