Sport

Goosen sigraði í Suður-Afríku

Retief Goosen heldur hér á sigurlaunum sínum
Retief Goosen heldur hér á sigurlaunum sínum NordicPhotos/GettyImages

Retief Goosen sigraði á opna Suður-Afríkumótinu í golfi sem lauk í dag, eftir æsispennandi keppni við Ernie Els á lokahringnum, þar sem hann fékk fugl á síðustu tveimur holunum og tryggði sér sigurinn. Goosen lék keppni á tíu höggum undir pari, einu höggi á undan Els, en þeir höfðu algjöra yfirburði á mótinu.

"Það var frábært að vinna þennan bikar aftur, því ég hef ekki unnið þetta mót í tíu ár," sagði Goosen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×