Innlent

Fimmtán milljónir í sekt

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega fertugan karlmann í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og til að greiða rúmlega fimmtán milljónir króna í sektir. Maðurinn er dæmdur fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti upp á rúmlega fjóra og hálfa milljón króna og tekjuskatti upp á rúmlega þrjár milljónir. Maðurinn stóð í sjálfstæðum atvinnurekstri þegar brotin áttu sér stað árunum 2000 til 2002. Hann hlaut skilorðsbundinn dóm árið 1998. Greiði maðurinn ekki fjársektina innan fjögurra vikna þarf hann að sæta fangelsisvist í sjö mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×