Innlent

Fallinna hermanna minnst

Bandarískra hermanna sem létust á og við Ísland í síðari heimsstyrjöldinni var minnst við hátíðlega athöfn í Fossvogskirkjugarði í gær. Sambærilega athafnir fóru einnig fram víða um heim í gær í tilefni Memorial Day, sem haldinn er hátíðlegur síðasta mánudag í maí ár hvert, en þá minnast Bandaríkjamenn fallinna hermanna. Rúmlega tvö hundruð hermenn létust hér við land í síðari heimsstyrjöldinni og er meirihluti þeirra jarðsettur í Fossvogskirkjugarði. Lagður var blómsveigur að minnismerki um þá í kirkjugarðinum í gær og flutt voru stutt erindi þeim til minningar auk þess sem herþotur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli flugu yfir kirkjugarðinn. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, gerði varnarsamning þjóðanna að umtalsefni í erindi sínu og sagði hann grundvöll varna Íslands og öryggis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×