Erlent

Bannar vestræna tónlist

Forseti Írans hefur ákveðið að banna vestræna tónlist á útvarps- og sjónvarpsstöðvum landsins. Sem forseti Írans er Mahmoud Ahmedinajad líka yfirmaður menningarráðs landsins, sem hefur sent frá sér tilkynningu þessa efnis. Ljósvakamiðlar landsins verða að bregðast við tilskipuninni innan sex mánaða. Með ákvörðun sinni hefur forsetinn endurvakið eitt harðasta menningarlega ákvæði írönsku byltingarinnar frá 1979. Öll orð og verk Ahmendinajads síðan hann tók við völdum benda til þess að þar fari mikill harðlínumaður sem eigi litla samleið með vestrænum ríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×